Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Lifi á þessu lengi, lengi, lengi

Hæ hæ Ég á sko eftir að lifa á þessari helgi lengi, lengi, lengi. Það var svo gaman að fá að sjá alla og að krakkarnir mínir hafi fengið að hitta alla frænkur og frændur á Íslandi. Ég tók video af þessu og Kim systir horfi á og fannt henni hún bara vera á staðnum í fjörinu. Hún hét því, eftir að hafa horft á videoið, að missa aldrey aftur af ættarmóti því það var svo mikið fjör.... En og aftur ég þakka fyrir mig. Stina og Co. (Kristrún og Aron) Stina@neo.rr.com

Stina Olafsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. júlí 2008

Frabaer helgi

Takk fyrir okkur og eg segi aftur eftir 5 ar Tetta er serstaklega gaman fyrir okkur "utlendingana" Eirika Gudjonsdottir og CO

Eirika gudjonsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. júlí 2008

Hjartans þakkir

Hæ!hæ! öllsömul :-) Mikið var gaman á ættarmótinu og gaman hvað það er mikið af tónlistarfólki í fjölskyldunni, tónlistin blessar alltaf og laðar gleðina fram. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu á sig þá miklu vinnu að gera okkur kleift að koma saman og hittast því oft vill gleymast hve mikil vinna liggur að baki en ég er allaveganna þakklát og fannst allveg rosalega gaman og tjúttaði vel á laugardagskvöldinu. Jæja, Guð blessi ykkur öll kæru ættmenn og fjölskyldur. Varðveitið gleðina í hjörtum ykkar því hún er gjöf frá Guði. Þess bið ég í Jesú nafni, Amen Kær kveðja, Brynja frænka

brynja gudmundsdotir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. júlí 2008

Gleði gleði

Ég vil þakka fyrir mig, fyrir frábært niðjamót. (þó svo að það sé þungt veður þá er ávallt létt yfir niðjum Hannesar). Gott er að vera blautur að innan sem utan. Sendi ástarkveðju til ykkar allra. Sjáumst hress og kát sem fyrst. Kveðja Gunnar Skjöldur Baldursson

Gunnar Skjöldur (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. júlí 2008

'ogleymanleg helgi

Sammála þeim hafa tjáð sig hér á undan. Kæru ættingjar þakka fyrir skemmtilegar og ógleymanlegar stundir um síðustu helgi.Það var mikið fjör og mikið gaman. Vil koma á framfæri kæru þakklæti til ykkar allra sem voru í nefndinni. Veit af fenginni reynslu að það er mikil vinna fyrir þá sem að þessu standa en jafnframt ánæguleg. Þið stóðuð ykkur vel. Bestu kveðjur Magga Lilja

Margrét Lilja Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. júlí 2008

Frábært ættarmót

Heil og sæl frænkur og frændur Takk kærlega fyrir frábært ættarmót þrátt fyrir veður.. en eins og fleiri hafa sagt.. við Hannesarfólkið látum það ekkert á okkur fá :) ... Mér fannst frábært að sjá öll andlitin og hugsa.. jááá er þessi skyldur/skyld mér... Gaman af því! Ég segi það sama... vona að það muni ekki líða 11 ár í næsta ættarmót... Legg til að hafa þetta á 5 ára fresti :) Er strax farin að hlakka til næsta ættarmóts.... Kveðja, Arnbjörg Elsa Hannesdóttir, (barnabarn Öddu dóttur Sigrúnar Hannesar)

Arnbjörg Elsa Hannesdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. júlí 2008

Frábært ættarmót!

Kæru frændur og frænkur. Þetta tókst allt mjög vel þrátt fyrir veðrið. Það var frábært að sjá hvað allt fór vel fram og gaman að sjá hvað við getum skemmt okkur vel saman. Allt gekk vel, tónlistinn var alveg sérstök og maturinn ljúffengur og stóra tjaldið reddaði helginni. Dóttir mín sem kom frá USA sagðist bara ekki hafa skemmt sér svona vel í mörg ár og hefði bæði kvöldin verið eins og bestu tónleikar, þvílíkir tónlista hæfileikar í einni ætt. Það er alltaf gaman að hitta fólkið sitt og gaman að sjá allt þetta fallega fólk. Hlakka til að sjá allar myndirnar í myndaalbúminu.

Særún Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. júlí 2008

Vel heppnuð helgi

Takk kærlega fyrir brjálæðislega skemmtilega helgi,þetta var rosalega flott og vel heppnað þrátt fyrir mígandi rigningu,Hannesarbörnin láta veðrið greinilega ekki stoppa sig þegar kemur að skemmtun,söng og gleði :)

Berglind Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. júlí 2008

Takk fyrir frábæra helgi

Við vildum bara þakka fyrir frábæra helgi á Skógum mikið fjör og greinilegt að fólk kann að skemmta sér í Hannesarætinni vonandi verða ekki 11 ár í næsta ættarmót takk fyrir okkur Dísa, Birta Líf og Jökull (barnabarn Svövu)

Þórdís Sigfúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. júlí 2008

Kveðja frá Boston.

Kæru frændur og frænkur sendi ykkur sólarkveðjur frá Boston. Komumst ekki í þetta skiptið en vonandi skemmtið þið ykkur rosalega vel. Hildur Arnar (barnabarn Steinunar S. Ingvadóttur)

Hildur Arnar (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. júlí 2008

Kveðja frá Los Angeles

Kæru frændur og frænkur, frétti að þessari síðu í dag og hafði mjög gaman af því að skoða allar myndirnar, frábært framtak. Kemst því miður ekki í þetta skipti en verð með ykkur í anda. kær kveðja, Sirrý Jónasar (barnabarn Heiðu) sirry@veigar.com

Sirry Jónasar (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. júlí 2008

Búið og gert

Jæja Jón frændi minn Ben ég dreif þetta af og tilkynni hér formlega að ég mæti ásamt dóttur minni :)tek þig á orðinu að það verði stuð :)Hlakka brjálæðislega til...Kveðja Berglind Bjarnadóttir

Berglind Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. júlí 2008

Þeir sem vilja koma en eru ekki búnir að skrá sig en vilja mæta!

Drífa sig nú, fylgja leiðbeiningunum sem eru í fréttinni "niðjamót" hér á forsíðunni. Það verður bara stuð. kv. Jón Ben

Jón Ben Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. júlí 2008

Er of seint að skrá sig???

Hæ hæ frænkur og frændur er nokkuð of seint að skrá sig? Langaði allt í einu að koma :)Frábært framtak að hafa bloggsíðu :) Kveðja Berglind Bjarnadóttir(dóttir Ástu Grétars og Bjarna Geirs)

Berglind Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. júlí 2008

Hlakka mikið til :)

Hlakka mikið til að sjá/hitta allar frænkur og frænda á ættarmótinu! Við sem munum eftir mótinu ´87 höfum beðið lengi eftir þessu móti :) Risa klapp fyrir þeim sem tóku sig til og lögðu á ráðin :) Kær kveðja, Arnbjörg Elsa Hannesdóttir

Arnbjörg Elsa Hannesdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. júlí 2008

Allir mæta með bros á vör

Tek undir orðin hennar systur minnar og hlakka til að vera með ykkur á ættarmótinu. Bestu kveðjur Sigurlaug Einarsdóttir

Sigurlaug Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. júní 2008

Mikið er ég hissa

Ég hélt að þessi fjölskylda væri hress og ræðin en ekki er það að sjá hér í gestabókinni. Ég hlakka til að hitta ykkur öll á ættarmótinu og vonandi sjá sér flestir fært á að mæta. Hittumst hress og kát og munum að maður er manns gaman. Kær kveðja Margrét Lilja Einarsdóttir

Margrét Lilja Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. júní 2008

Skráið ykkur sem fyrst

Hlakka til að sjá ykkur hress og kát á einu fjölmennasta ættarmóti sem haldið verður 13 júlí nk.. Það verður fjör eins og reyndar alltaf hjá þessari ætt þegar hún hittist, það er ekki annað hægt því við erum svo fjári skemmtileg. Ég gæti trúað að það komi til með að heyrast í okkur til nærliggjandi sveita. Þeir sem ekki eru búnir að skrá sig og greiða þáttökugjald gerið það sem fyrst svo við í nefndinni getum farið á fullt skipuleggja. Endilega sendið skráningu til mín og gott væri að láta fylgja nafn á því Hannesar barni sem þið tilheyrið netfang mitt er saerun@simnet.is. Látið í ykkur heyra og ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi ættarmótið eða skráningu ekki hika við að hafa samband við eitthvert af okkur í nefndinni.

Særún Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. maí 2008

Hverjir maeta

Tad vantar svona dalk tar sem ad madur getur skrad sig og sed hverjir adrir koma eg var buin ad senda ykkur link er ekki haegt ad lata svoleidis link inn a

Eirika gudjonsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 6. maí 2008

Til að skrá ykkur í gestabókina....................

þá skrifið þið textann undir skilaboð..... og smellið á senda. Þá koma upp tveir gulir kassar undir yfirskriftinni; Ég gleymdi að skrá mig. Skráið nafn ykkar í efri reitinn og netfangið í þann neðri og smellið á skrá athugasemd. Þá á þetta að koma inn. Tjáið ykkur nú sem aldrei fyrr og segið nú t.d. hvort þið ætlið að mæta....

Jón Ben Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. maí 2008

Jón Ben

Bara tékka hvort þetta virki

Jón Ben Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. maí 2008

Einar Hannesson

Þetta verður fjör, líst mjög vel á þetta

Einar Hannesson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. mars 2008

Sólimann

Flott heimasíða, gott framtak

Reynir Ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008

Um bloggið

Afkomendur Hannesar Einarssonar, f.07.02.1878, d.13.07.1947 og Arnbjargar Sigurðardóttur, f.29.09.1887, d.21.05.1981

Höfundur

Niðjamót
Niðjamót

Spurt er

Næsta ættarmót á að halda eftir ?
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Kristrún, Kristjana og Lára
  • Stína, Jón og Brynja
  • Jón og Stína
  • Særún og Brynja á kaffi húsi í Vík flótti úr rigningu
  • Kristrún, Aron, Lára og Kristjana

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband