Aðeins um staðinn

Skógar er alveg einstaklega fallegur staður steinsnar frá hringveginum. Skógar hafa verið í byggð síðan á landsnámsöld en landnámsmaðurinn var Þrasi Þórólfsson. Sagan segir að Þrasi hafi falið gullkistuna sína í helli á bak við Skógafoss. Skógafoss, sem er 60 metra hár, er einn af fegurstu fossum landsins.

Skógafoss er neðsti fossinn í Skógará en fyrir ofan hann eru yfir 20 fossar, margir mjög fagrir og allháir. Skemmtileg gönguleið er upp með Skógará meðfram gljúfrunum þar sem gott útsýni er yfir fossana. Þessi gönguleið liggur svo áfram yfir Fimmvörðuháls á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls yfir í Þórsmörk (ca 10 km leið). Að ganga yfir Fimmvörðuháls er mjög vinsæl dagleið yfir sumarmánuðina. 

Byggðasafnið á Skógum er löngu landsfrægt og er eitt merkasta byggðasafn landsins þar sem meðal annars hafa verið endurbyggð mörg gömul hús. Auk þess sem er þar mikið og merkilegt samgöngusafn. Byggðasafnið í Skógum á sér nú rúmlega hálfrar aldar sögu, en það var formlega stofnað árið 1949.  Á þeim tíma var safnið í kjallaraherbergi í Héraðskólanum í Skógum. Það var opnað til sýningar 1. desember sama ár. Frumkvöðull að stofnun safnsins er safnstjórinn Þórður Tómasson og hefur hann átt veg og vanda af velferð safnsins allt frá upphafi til dagsins í dag.

Frá Skógum er mjög auðvelt að nálgast marga áhugaverða staði. T.d. á sumrin er boðið upp á snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul. Aðeins 5 km austan við Skóga er hægt að komast að Sólheimajökli eftir aðeins 10 mínútna göngu. Vegslóði liggur um Skógarsand niður að strönd og stutt að aka austur til Vík í Mýrdal.  Seljalandsfoss er 27 km vestar og einnig er vert að skoða Gljúfrabúa sem er næsti foss við Seljalandsfoss. Auk þess er gaman að stoppa hjá bænum Fit undir Vestur-Eyjafjöllum og kíkja á Paradísarhelli sem er lítill en manngengur og rifja upp ástarsöguna um Önnu á Stóru-Borg og útlagann Hjalta Magnússon sem hafðist við í hellinum í tvö ár.

Helstu vegalengdir;

Reykjavík

156

Km

Vík

32

Km

Seljalandsfoss

27

Km

Selfoss

99

Km

Næsta sundlaug er útilaugin við bæinn Seljavelli sem er um 5 km vestan við Skóga.

Í Félagsheimilinu Fossbúð á Skógum hefur verið opnuð ferðamannaverslun með ýmsar nauðsynjar, matarkyns, einnig er búið að opna þar matstofu með vínveitingaleyfi, þar sem fæst hefðbundinn skyndibiti, súpur og salat, einnig fæst þar staðgóður heitur matur, hamborgarastaður og pizzeria er í húsinu. Kaffi og kökur, öl og sælgæti er að sjálfsögðu til sölu. Verslunin er ekki síður ætluð fyrir fólkið undir Eyjafjöllum, að það geti keypt matvörur s.s. mjólkurvörur og brauð án þess að þurfa að aka langar leiðir eftir þessum hlutum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Afkomendur Hannesar Einarssonar, f.07.02.1878, d.13.07.1947 og Arnbjargar Sigurðardóttur, f.29.09.1887, d.21.05.1981

Höfundur

Niðjamót
Niðjamót

Spurt er

Næsta ættarmót á að halda eftir ?
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Kristrún, Kristjana og Lára
  • Stína, Jón og Brynja
  • Jón og Stína
  • Særún og Brynja á kaffi húsi í Vík flótti úr rigningu
  • Kristrún, Aron, Lára og Kristjana

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband