Niðjamót

Kæri frændi/frænka

Eins og þú kannt að hafa heyrt nú þegar, er ætlunin að halda niðjamót næsta sumar og verður það þriðja mótið sem haldið er af afkomendum Hannesar og Arnbjargar.

Niðjamótið verður haldið að Skógum undir Eyjafjöllum (við Skógarfoss í ca. 2 tíma fjarlægð frá Reykjavík) helgina 11-13 júlí en svo skemmtilega vill til að það eru nákvæmlega sömu dagsetningar og á Flúðum 1997.

Endanleg dagskrá verður í vinnslu fram á vorið og ætlum við að setja inn frekari fréttir og upplýsingar hér á síðuna þegar nær dregur. Það er þó ljóst að við munum hafa dagskránna með svipuðum hætti og 1997 enda þótti mótið þá heppnast afar vel. 

Dagskráin gæti litið svona út;

Föstudagur: Frjáls dagur - mótsvæðið opnar kl. 16.00
Laugardagur: Setning - Leikir fyrir unga sem aldna o.fl. - Sameiginlegur kvöldverður - Kvöldvaka - ræður, skemmtiatriði, söngur og dans
Sunnudagur: Guðsþjónusta - Pulsupartý - Mótsslit

Á Skógum er um að ræða gistimöguleika á Hótel Eddu, Hótel Skógum, Hótel Drangshlíð og á tjaldsvæðinu sem við fáum að hafa útaf fyrir okkur. Þessir gistimöguleikar eru útlistaðir betur á síðu 2.  Þar  sem ekki er íþróttahús á Skógum er ætlunin að leigja 4-500 manna tjald með gólfi, borðum og bekkjum frá seglagerðinni og búa til félagsheimili á staðnum.  Við höfum reynt að áætla hvað mótið þurfi að kosta og er stefnan að halda okkur innan eftirfarandi ramma;

Börn 0-6 ára: Frítt
Börn 7-14 ára (fædd 1993-2000): 2000 kr.
Fullorðnir (fædd 1992 og fyrr): 6000 kr.

Þar sem við þurfum að geta gert okkur grein fyrir stærð mótsins vegna skipulagningar og aðfanga þurfa þátttakendur að greiða mótsgjaldið að fullu fyrir 10. maí. 

Mótsgjald

Greiða skal inn á reikning; 0542-14-605252, kt. 040246-4799.  Gefa skal upp kennitölu viðkomandi sem greiðanda.  Sé verið að borga fyrir fleiri en viðkomandi vísitölufjölskyldu er æskilegt að senda tölvupóst með skýringum á saerun@simnet.is

- Sameiginleg máltíð, pulsupartý, tjaldleiga með tilheyrandi búnaði o.fl. innifalin í gjaldi

Pöntun hótelgistingar

Særún Guðjónsdóttir í síma 896-6299, netfang: sgsol@mitt.is

Hótelgistingu þarf að vera búið að panta sem fyrst, og í síðasta lagi 10.maí.   Eldra fólkiði verður í forgangi með hótelgistingu.

Dreifing þessa bréfs

Bréf þetta er sent til allra barnabarna Arnbjargar og Hannesar.  Viðkomandi eru ábyrgir fyrir því að koma þessu bréfi áfram á sína fjölskyldu þannig að upplýsingarnar berist til allra. 

VIÐ HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA MEÐ BROS Á VÖR OG HALDA UPPÁ EITT FJÖLMENNASTA NIÐJAMÓT LANDSINS EINS OG OKKUR EINUM ER LAGIÐ.

Ættarmótsnefndin:
Baldur Þórir Guðmundssonbaldur(hjá)spkef.isgsm 861 2062
Gunnar Sigurður Halldórssongunnarhall(hjá)internet.is gsm 695 6573
Guðni Grétarssongg(hjá)gi.isgsm 896 5551
Guðjón Gestsson/Rakel Gestsd.   rrgdr(hjá)hotmail.comgsm 894 6168
Hermann Ragnarssonhermann(hjá)flotmur.isgsm 824 0824
Ingi Ólafur Ingasonrafgrein(hjá)simnet.isgsm 896 0808
Jón Ben Einarssonjon.ben(hjá)arkitekt.is gsm 847 2503
Lilja Pétursdóttirumhverfistaekni(hjá)simnet.isgsm 898 6892
Sigurður Guðmundssonbilruduthjonustan(hjá)simnet.is gsm 863 3455
Særún Ólafsdóttirsaerun(hjá)simnet.is gsm 893 7335
Særún Guðjónsdóttirsaerun.gudjonsdottir(hjá)glitnir.is   gsm 896 6299


Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði Rangárþings eystra 2008

Skógar:
Tjaldstæði, gjald á mann kr. 700,- á sólarhring
Rafmagn á bíla kr. 500,- á sólarhring
Sturta kr. 200,- skiptið (sjálfsali)

Frítt tjaldstæðagjald fyrir 12 ára og yngri.
Eldriborgarar og öryrkjar    kr. 500,- á sólarhring
Sama verð á mann fyrir tjald, tjaldvagna, húsbíla, fellihýsi og hjólhýsi


Hótel Edda Skógum 11.-13. júlí 2008

http://www.hoteledda.is/

Tveggja manna herbergi m/handlaug kr. 8.550,- á nótt.
Eins manns herbergi m/handlaug kr. 6.300,- á nótt.

Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Þeir sem gista í tveggja manna herbergi geta fengið dýnu fyrir börn með sér í herbergi án endurgjalds. Uppbúið aukarúm kostar kr. 2.000,-

Greiða þarf fyrir morgunverð barna eftir aldri.
Morgunverður kostar kr. 900,- á mann.
Börn 0 til 5 ára fá frían morgunverð, en börn 6 til 12 ára greiða hálft gjald.

Samtals höfum við 25-34 herbergi til ráðstöfunar og 20 svefnpokapláss


Hótel Skógar 11.-13. júlí 2008

http://www.hotelranga.is/

Tveggja manna Superior herbergi m/baði kr. 18.900,- á nótt.
Tveggja manna Deluxe herbergi m/baði kr. 20.900,- á nótt.

Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Samtals höfum við 8 Superior og 4 Deluxe herbergi til ráðstöfunar


Hótel Drangshlíð 11.-13. júlí 2008

drangshlid@simnet.is

Sími: 487 8868

Tveggja manna herbergi m/baði kr. 13.900,- á nótt.

Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Samtals eru laus  7 tveggja manna herbergi laus 11 og 12 júlí og 5 herbergi eru að auki  laus12 júlí 

ATH.  Á Hótel Drangshlíð þarf að vera búið að greiða herbergin að fullu minnst 5 vikum fyrir pöntunardag til að við getum haldið þeim.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Afkomendur Hannesar Einarssonar, f.07.02.1878, d.13.07.1947 og Arnbjargar Sigurðardóttur, f.29.09.1887, d.21.05.1981

Höfundur

Niðjamót
Niðjamót

Spurt er

Næsta ættarmót á að halda eftir ?
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Kristrún, Kristjana og Lára
  • Stína, Jón og Brynja
  • Jón og Stína
  • Særún og Brynja á kaffi húsi í Vík flótti úr rigningu
  • Kristrún, Aron, Lára og Kristjana

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband